Snjallar prent- og skannalausnir
Til að starfsfólk geti unnið hratt og örugglega, hvort sem er á skrifstofunni, heima eða á ferðinni, þurfa fyrirtæki að tryggja að hægt sé að prenta og skanna á einfaldan hátt í þínu starfsumhverfi.

Hvaða leið hentar rekstrinum þínum best?
Rekstrarleiga (RAP)
Lækkaðu prentkostnað og fáðu áhyggjulausa rekstrarleigu á prent- og skönnunarbúnaði – við sjáum um allt frá netöryggi til þjónustu og viðhalds.
Kaup á prentbúnaði
Ofar býður fyrirtækjum fjölbreyttar, öruggar og hagkvæmar prentlausnir frá Canon. Við sérhæfum okkur í sölu, þjónustu og ráðgjöf við val á prent- og skönnunarbúnaði.
Ráðgjöf og úttekt
Sérfræðingar okkar í prentlausnum geta komið á staðinn, greint núverandi prentumhverfi og veitt faglega ráðgjöf út frá þörfum fyrirtækisins.
Rekstrarleiga
Lækkaðu prentkostnaðinn
Við bjóðum upp á öruggar og umhverfisvænar lausnir í prentun, skönnun og ljósritun sem geta lækkað árlegan prentkostnað um allt að 30% og dregið úr fjölda prentara um allt að 40%.
Með rekstrarleigu á prentlausnum fá fyrirtæki öruggt og sjálfbært prent- og skannaumhverfi – hvort sem það er hýst í skýinu, á staðnum eða í blönduðu umhverfi.
Starfsfólk okkar býr yfir víðtækri þekkingu og áratuga reynslu í prent- og skannalausnum. Við sinnum fjölmörgum rekstrarleigusamningum um land allt og höfum yfir 2.000 tæki í fjarvöktun, sem þjónusta meira en 30.000 virka notendur.

Hvað er innifalið í rekstrarleigu
- Þarfagreining á núverandi prentumhverfi
- Vandaður prentbúnaður sem hentar þínum rekstri
- Fast mánaðargjald – engin óvænt útgjöld
- Reglulegt viðhald, rekstrarvörur og þjónusta
- Uppsetning og tenging við skýjalausnir ef þess er óskað
Kaup á prentbúnaði
Við erum með lausnirnar
Við seljum eingöngu hágæða búnað frá traustum framleiðendum og leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og þjónustu sem hjálpar þér að velja réttu lausnina fyrir þitt umhverfi og rekstur.
Með áratuga reynslu á bakinu vitum við hvað skiptir máli: Áreiðanleiki, einfalt viðhald, öflugar öryggislausnir og hagkvæmur rekstur.

Ráðgjöf og úttekt
Við greinum þarfir – og tryggjum áreiðanleika
Við aðstoðum við að greina núverandi prentumhverfi fyrirtækisins og leitum markvisst að tækifærum til umbóta. Þannig styðjum við stafræna vegferð sem er sniðin að þínum rekstri og raunverulegum þörfum.
Til að hámarka skilvirkni og rekstraröryggi tryggjum við fyrirbyggjandi viðhald á prent- og skannalausnum. Með reglulegum þjónustu- og frammistöðuskýrslum fylgjumst við með árangri og vinnum stöðugt að umbótum í prentflota og skjalavinnuflæði.

Fræðsla
Viltu fræðast um öryggismál í prentumhverfinu?
Sérfræðingar frá Canon, Ofar og Defend Iceland deila hagnýtum ráðum um öryggi í prentumhverfi í stuttum og fræðandi myndböndum.
0:00
0:00
Fróðleiksmoli
Vissir þú?
Þegar fyrirtæki fjárfesta í prentbúnaði er mikilvægt að huga að öryggi – sérstaklega gagnavernd, lekavörnum og mögulegum gagnabrotum. Þetta á ekki aðeins við um stór og meðalstór fyrirtæki með upplýsingatæknistjóra og sérhæfðar tölvudeildir, heldur skiptir einnig miklu máli fyrir minni fyrirtæki sem kunna að skorta sérþekkingu á sviði upplýsingatækni.
Security Settings Navigator er innbyggð tækni í Canon prenttækjum sem einfaldar öryggisstillingar og hjálpar fyrirtækjum af öllum stærðum að tryggja öruggt prentumhverfi – á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Ofar er Canon Business Center
Canon Business Center er öflug samstarfsvettvangur sem samanstendur af tæplega 200 Canon samstarfsaðilum víðsvegar um Evrópu. Þessir aðilar bjóða fjölbreyttar prent- og skannalausnir á sínum mörkuðum og deila þekkingu, reynslu og bestu starfsháttum.
Með aðild sinni að þessari alþjóðlegu heild getur Ofar veitt viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu, nýtt sér alþjóðlega innsýn og lærdóm annarra samstarfsaðila til að þróa lausnir sem standast kröfur nútímans.


Skráðu þig!
Fréttabréf Canon prentlausna
Mánaðarlegt fréttabréf um allt sem er fram undan hjá okkur í vöruframboði, viðburðum, fræðslu, og tilboðum.
Nýjustu fréttir og fróðleikur

Ráðgjöf
Við finnum lausn sem hentar þér
Við bjóðum ráðgjöf án skuldbindinga. Láttu okkur vita hvað þú þarft – og við finnum prentskipulag sem sparar tíma, fyrirhöfn og kostnað.